Flotvaki tekur að sér ýmis verkefni tengd vatnstjóni, við leitumst við að takmarka tjónið, dælum burt vökva, þurrkum, mælum og lækkum rakastig og hreinsum.

Vatnstjón getur komið til af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna sprunginna lagna, stíflaðs niðurfalls, rigningar,  snjókomu, leka eftir slökkvistarf slökkviliðs, omf.Við vatnstjón er mjög mikilvægt að bregðast hratt og fagmannlega við til þess að takmarka tjón og minnka líkur á myglu.

Við framkvæmum rakamælingar við öll vatnsjón sem við komum að. Yfirleitt með rakamæli en einnig með hitamyndavél það sem það á við.

Ef þú hefur lennt í vatns eða rakatjóni er þér velkomið að hafa samband við okkur sama hver stærð tjónsins er til að ræða hvernig best sé að bregðast við.

Við vatnstjón getur þurft að lyktaeyða, lesið meira um lyktareyðingu undir Þjónusta / Lyktareyðing.

Við leigjum út ýmiskonar tæki og búnað til þurrkunar t.d. vatnssugur, dælur, rakaskiljur, blásara og sérhæfð tæki til þurrkunar á parketi. Einnig höfum við jónatæki (ozontæk)i til lykteyðingar. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar.

Lyktartjón er algengur fylgikvilli vatnstjóns en sérstaklega bruna og reyktjóns.

Starfsfólk Flotvaka hefur sérþekkingu og reynslu á sviði lyktareyðingar, ásamt því að búa yfir öflugum tækjabúnaði til verksins.

Lyktareyðing getur oft verið stór framkvæmd. Í verstu tilfellum þarf að hreinsa andrúmsloftið af skaðlegum ögnum sem geta sest á yfirborð og fleti, fjarlægja húsgögn og aðra muni, og þrífa allt hátt og lágt. Eftir að húsmunir hafa verið hreinsaðir eru þeir metnir af matsmanni, og gerð skýrsla ef um tryggingamál er að ræða.

Hafðu samband þurfir þú að láta lyktareyða í húsi, herbergi eða öðru rými eða munum og við metum hvernig best er að aðhafast.

Hreinsum föst teppi á stigagöngum, stofnunum og íbúðum einnig lausar mottur, renninga og annað.

Gerum föst verðtilboð.

Tökum að okkur pökkun og flutning á búslóðum ofl. Getum geymt í stuttan tíma.

Höfum margra ára reynslu í að flokka og meta búslóðir t.d. Eftir bruna- eða vatnsstjón. Hverju er hægt að bjarga og hvað er ónýtt.

Image
Image